Anna Sigríður Hróðmarsdóttir

Anna Sigríður lærði leirkerasmíði hjá Kjarval og Lökken 1973-1977 og lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 1999. Anna Sigríður vann lengi vel eingöngu við leirlist en hefur frá því hún lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri málað og að hennar sögn eru viðfangsefnin fremur hefðbundin. Fjöllin í Skagafirði hafa til að mynda verið henni hugleikin og mörg þeirra rataða á strigann. Anna Sigríður hefur haldið fjórar einkasýningar og nokkra tugi samsýninga. Hún rak leirkeraverkstæði frá 1977 til 1988 við Suðurgötu 8 í Reykjavík og frá 1988 til 2005 Gallerí ash í Lundi í Varmahlíð. 
Nú er Anna Sigríður með tvær vinnustofur, í Nökkvavogi og á Seljavegi.