Ásdís Kalman

Ásdís lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá málaradeild árið 1988. Hún lauk B.A. gráðu í kennslufræði frá Listaháskóla Íslands vorið 2004. Ásdís hefur unnið við myndlist frá því að hún lauk námi í faginu og hefur einnig kennt til margra ára, síðustu sex árin við Ingunnarskóla.

Málverkið er sá miðill sem Ásdís hefur aðallega notað en einnig hefur hún gert verk með blandaðri tækni. Hún hefur haldið níu einkasýningar, m.a. í sýningarsal Íslenskrar grafíkur árið 2012 og Listasal Mosfellsbæjar 2009. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýning á Íslandi og erlendis.

Ásdís er félagsmaður í FÍM - Félagi íslenskra myndlistarmanna, Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og Félagi íslenskra myndlistarkennara (FÍMK).