Auður Vésteinsdóttir

Auður lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Textíldeild 1972 og Kennaraháskóli Íslands 1989. Auður hefur aðalega unnið í myndvefnað á listferlinum sem spannar nú á fjórða áratug. Undanfarin ár hef hún unnið meira í klippiverk úr pappír og taui. Hún á langan kennsluferil í myndlistá öllum skólastigum. Hún hefur einnig starfað í hlutastarfi sem safn- og fræðslufulltrúi í Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Auður hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Einkasýningar hennar hafa borðið nöfn eins og Túnið í sveitinni, Band-óður Farvegir, Straumur, Nálægð og Viðmið. Akranesbær, Umboðsmaður Alþingis, Blönduósbær og fleiri opinberar stofnanir og fyrirtæki eiga verk eftir Auði.  Vinnustofa: Suðurhvammur 21, Hafnarfirði sími 5652024 / 8470523 audurv@simnet.is