Bjarni Helgason

Bjarni Helgason lauk BA í grafískri hönnun við Listaháskókla Íslands árið 2001 og MA í Media Arts frá Kent Institute of Art & Design árið 2004.

Bjarni hefur unnið við grafíska hönnun og hreyfimyndagerð frá útskrift úr LHÍ á fjölmörgum hönnunar- og auglýsingastofu og síðastliðið ár á eigin vinnustofu. Hann hefur gert fjölda kvikaðra tónlistarmyndbanda og hefur m.a. verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Samhliða hönnunarstarfinu hefur hann unnið að myndlist í ýmiss konar miðlum en flest verkin hafa það sameiginlegt að vera unnin út frá hugmyndum um að myndgera hljóð og tónlist annars vegar og hins vegar að gera hversdagslega hluti framandi. Í verkum Bjarna blandast myndlist, tónlist og grafísk hönnun.