Elísabet Stefánsdóttir

Elísabet útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2002 og ári síðar lauk hún námi í kennaradeild sama skóla. Elísabet hefur unnið við eigin myndlist og stundað kennslu frá námslokum. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Listasal Mosfellsbæjar árið 2010. Elísabet er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum.
 

Listaverk í Artóteki