Eva G. Sigurðardóttir

Eva G. Sigurðardóttir lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985-1989 og í École des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi 1990-1991. Kennaranámi lauk hún frá Listaháskóla Íslands vorið 2005.
Eva hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og á Norðurlöndunum. Málverk hennar voru í fyrstu hlutbundin en á síðustu árum hafa þau færst yfir í óhlutbunin form og er texti gjarnan hluti af þeim.  Innsetningar hefur hún ávallt fengist við ásamt málverkinu.

Heimasíða
 

Listaverk í Artóteki