Guðrún Öyahals

Guðrún útskrifaðist úr málardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1997 og lauk kennslufræði við Listaháskóla Íslands 2005. Einnig hefur Guðrún lært tækniteiknun og var einn vetur við nám í Kvikmyndaskóla Íslands.
Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar s.s. í Gallerí Skugga, Listasalnum Man og Gallerí Fold auk þess sem hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Guðrún hefur einnig gert leikmyndir og búninga og má þar nefna leikmyndina í Sellofon sem sýnt var af Hafnarfjarðarleikhúsinu við miklar vinsældir, leikmynd og búninga í Emma og Ófeigur með Stopp leikhópnum o.fl.

Listaverk í Artóteki