Helga Lára Haraldsdóttir

Helga Lára Haraldsdóttir útskrifaðist  1988 frá City and Guilds of London listaskólanum og 1995 frá Chelsea College of Art and Design í London með BA gráðu í Public Art. Hún lauk meistaraprófi í Art in Architecture frá Háskólanum East London 1999. Helga hefur auk þess lokið kennsluréttindum í listum og hönnun frá Háskólanum í Greenwich, London. Helga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Englandi og sýnt á einkasýningum. Hún rak í nokkur ár listagallerý í London. Helga starfar nú að list sinni, auk þess sem hún hefur sinnt myndlistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum.
Í myndlist sinni hefur Helga lagt áherslu á gerð skúlptúra, lágmynda og málverka.