Kristín Sigfríður Garðarsdóttir

Kristín Sigfríður lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1997. Hún nam síðan við Danmarks Design Skole í Kaupmannahöfn 1998-1999 með aðaláherslu á leir og gler.

Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða og vinnustofa, t.d. í Litháen, Danmörku og Noregi. Árið 2004 dvaldi Kristín Sigfríður um þriggja mánaða skeið við The Ceramic Cultural Park í Shigaraki í Japan við vinnu og rannsóknir.

Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi og erlendis, m.a. 52 International Ceramic Biennale í Feanza, 5x5 Nordic design í Stokkhólmi, Traces í Sívaliturninum í Kaupmannahöfn og Nordic Cool; Hot women Designers í Washington.

Hún rekur Kirsuberjatréð ásamt níu íslenskum hönnuðum og einnig gallery r-21 í Kaupmannahöfn ásamt listamönnum frá Norðurlöndunum. Kristín Sigfríður hefur kennt keramik við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann í Reykjavík.

Hún er meðlimur í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistamanna og Form Ísland, Sambandi íslenskra hönnuða.