Ný heimasíða Artóteks

Velkomin á nýja heimasíðu Artóteksins. Hún hefur tekið dágóðan tíma í vinnslu en loks er hún komin í loftið, okkur til mikillar gleði. Vonum við að verk Artóteksins njóti sín vel á síðunni og að auðvelt sé að kynna sér listamennina og verk þeirra.

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistamanna (SÍM). Markmiðið með Artótekinu er að kynna notendum Borgarbókasafns og öðrum íslenska samtímalist og gefa þeim kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.