Ólöf Björk Bragadóttir

Lóa, stundaði nám í myndlist í École Supérieure des Beaux Arts í Montpellier frá 1994-2000 og lauk þaðan mastersgráðu. Hún hefur einnig stundað nám í kvikmyndagerð í Frakklandi og lauk kennaragráðu í kennslufræði myndlistar árið 2005 frá HA. Áður hafði hún lokið BA prófi í frönsku og fjölmiðlafræði frá HÍ. Hún hefur kennt listgreinar við ME frá því haustið 2000 en auk þess hefur hún starfað við fjölmiðlun og leiðsögn.

Lóa hefur haldið fjölmargar sýningar bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum menningarverkefnum tengdum sjónlistum, svo sem í Frakklandi, Danmörku, Finnlandi, Spáni, Portúgal , Kýpur, Ítalíu, Noregi og á Norður Írlandi.

Hún er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna - SÍM, í félagi íslenskra myndlistarkennara - FÍMK og hefur setið í stjórn sýningarnefndar Menningarmiðstöðvar Skaftfells á Seyðisfirði. Sumarið 2008 var hún valin bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs á Austurlandi.                                                                                                                                                                                                              Netfang obb@me.is 
 

Listaverk í Artóteki