Pia Rakel Sverrisdóttir

Pía Rakel (f. 1953) vinnur mest með sandblásið  gluggagler í verkum sínum sem oftast tengjast rými og stað. Í gegnum tíðina hefur Pía gert mörg glerverk fyrir stór fyrirtæki og stofnanir og eru þau víða um heim. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, samkeppna, verkefna og  sýninga á 25 ára ferli.
Myndefnið er oftast jökull eða vatn. Þar geymir Pia prívatminningar sínar í umbreyttu formi. Jökullinn geymir aldalanga sögu sem varla sést þrátt fyrir að vera á stöðugri hreyfingu. Þess vegna passar glerið svo vel við þessa hugmynd.

Á Íslandi má sjá verk Piu Rakelar hjá  Pharmaco, í Garðabæ og í Dýralæknishúsinu á Skólavörðustíg í Reykjavík. Þau eru unnin í samvinnu við íslenska arkitekta.

Pia hyggst setjast að við Meðalfellsvatn, dvelja þar á sumrin en fara til Danmerkur á haustin eins og farfuglarnir. Hún er handviss um að á Íslandi séu möguleikar fyrir nýjan hugsunarhátt og vinnuaðferðir, endurvinnslu og annað. Hún vill gjarnan miðla reynslu sinni og finnst spennandi að fylgjast með í uppbyggingunni