Sigurður Gunnarsson

Sigurður Gunnarsson (f1978).

Verkið STRÆTÓSKÝLI er rannsókn á hverdagslegum arkitektúr sem við flest þekkjum.
Strætóskýlin í borginni hafa ákveðið hlutverk. Þau eiga að leiðbeina notendum almenningssamgangna og veita þeim skjól meðan beðið er eftir farinu á ákvörðunarstað. Þó að hlutverk skýlanna virðist einfalt þá er hönnun þeirra ekki einsleit. Hún hefur breyst mikið frá því að þau voru fyrst sett upp árið 1949, en þær breytingar endurspegla íslenskt samfélag, frá borgarmyndun, til alþjóðavæðingar; frá nýtistefnu til markaðsvæðingar.