Stella Sigurgeirsdóttir

Stella lauk B.A. prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2000 og B.Ed. prófi frá myndlistarskor Kennaraháskóla Íslands 1996. 
Stella á að baki fimmtán einkasýningar og einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi sem og erlendis.
Jafnframt því að starfa við myndlist hefur Stella unnið við sjónvarp, kvikmyndir og leikhús og þá einkum við leikmynd, leikmuni og búninga. Hún hefur myndskreytt og hannað kynningarefni, kennt myndlist og fleira. Stella hefur einnig vakið athygli fyrir gerð lítilla skúlptúra sem hún nefnir Slowstars. Þar endurnýtir hún ýmiskonar efni og úr verður nýr hlutur t.d. gamall stóll að tréeldavél fyrir börn. Stella hefur dvalið í vinnustofum í Noregi og Írlandi. Vinnustofa Stellu er á Hverfisgötu 50 í Reykjavík.

Listaverk í Artóteki