Valgerður Björnsdóttir

Valgerður lauk almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971 og myndmenntakennaraprófi 1994 og hefur kennt um áratugaskeið.
Stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi úr grafikdeild 1999. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér og landi og erlendis.
Valgerður hefur aðallega unnið litrík einþrykksverk og ljósmyndaætingar oft með sögulegu ívafi.
Er félagi í SÍM og Íslenskri grafik.