Ólöf Rún Benediktsdóttir

Ólöf Benediktsdóttir er ungur listamaður frá Kirkjubæjarklaustri en hún býr og starfar á höfuðborgarsvæðinu. Hún byrjaði ung í listnámi og útskrfaðist af listabraut FG árið 2009 og stundaði þarnæst nám við myndlistadeild Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2013. Frá útskrift hefur Ólöf ekki setið auðum höndum en hún hefur látið til sín taka í sýningarhaldi auk þess sem hún hefur verið iðin við að skrifa og flytja ljóð og tekið þátt í að skipuleggja jaðartónlistarviðburðinn Norðanpaunk. Meiri upplýsingar er að finna á heimasíðu hennar https://olofbenedikts.com/