Anna Þ. Guðjónsdóttir

Anna lauk námi úr Grafíkdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1981 og fór þaðan í
framhaldsnám til Ítalíu. Lærði fyrst ítölsku í Flórens í einn vetur og fór svo í Listaháskólann í Róm,
Accademia di Belle Arti, lærði leikmynda og búningahönnun og lauk námi 1986.
Hún starfaði sem leikmyndahönnuður og við myndskreytngar hjá RÚV í nokkur ár en fór svo í
kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands og hefur starfað sem kennari í fullu starfi við
Tækniskólann frá árinu 1996.
Í Róm vann Anna með námi hjá ítalska myndhöggvaranum Ezio Donati. Aðstoðaði á verkstæðinu og
vann við kynningu og uppsetningu á sýningu á verkum hans í Vittoria á Sikiley og við gerð útilistaverks
í Molfetta í Pugliu. Eins gerði hún leikmynd og búninga við leikritið Il Mistero di Psiche Barchetta sem
Ezio leikstýrði og var sýnt í Argot Studio í Róm.
Anna leggur stund á málaralist og viðfangsefni hennar er birtan sem upphefur hversdagsleikann.
Litanotkunin er einföld og eðli og samspil andstæðra lita hafa lengi verið viðfangsefnið hennar.
Skærleiki þeirra þegar þeim er stillt saman og hvernig óendanlegir litatónar af jarðarlitum og gráum
verða til við blöndun þeirra.
Anna hefur hef haldið þrjár einkasýningar á verkum sínum, síðast í Norræna húsinu árið 2014 og tekið
þátt í fjórum samsýningum.