Bjarni Bernharður

Bjarni Bernharður Bjarnason er sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann hefur síðustu þrjá áratugi verið að þróa myndlist sína og hefur aðaláherslan verið á abstrakt. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, flestar þeirra á Mokka Kaffi. Bjarni er þekktur fyrir að byggja myndir sínar á mjúkum línum og miklu litasamspili. Málverkin sem er hér til sýnis á síðu Artotek.is er alls ekki tæmandi sýnishorn á hæfni hans og getu sem myndlistarmanns, heldur eru það verk sem eru nokkuð stór að flatarmáli og frá fyrri tímum. Þeir sem vilja kynnast betur myndlist Bjarna Bernharðar Bjarnasonar er bent á Art Gallery síðu hans á facebook:
https://www.facebook.com/Bjarni-Bernhardur-Bjarnason-Art-Gallery-1514602...