Guðrún Auðunsdóttir

Guðrún er Íslendingur en hefur búið í Kaupmannahöfn í Danmörku s.l. 13 ár. Hún stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og framhaldsnám við Arkitektaskóla Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði hönnun leiktjalda, búninga og sviðsmynda fyrir sjónvarp og kvikmyndir.

Guðrún á að baki fjörbreyttan starfsferil við sjónlistir. Hún var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og á myndlistarsviðið Fjörbrautarskólans í Breiðholti. Hún vann sem hönnuður hjá Gefjun á Akureyri, var deildarstjóri myndlistardeildar Pennans í Reykjavík. Hún rak Gallerí Langbrók í Lækjargötu ásamt fleiri myndlistarkonum í nokkur ár. Eftir að hún flutti til Kaupmannahafnar vann hún sem aðstoðarmaður Dichen Lindberg fatahönnuðar um skeið.

Guðrún starfar núna eingöngu við myndlist. Hún málar, gerir collageverk, teiknar og tekur ljósmyndir sem hún vinnur áfram með í tölvu.