Guðrún Öyahals

Guðrún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1997 og
lauk kennslufræði við Listaháskóla Íslands 2005. Hún starfar jöfnum
höndum sem myndlistarmaður og leikmyndahönnuður og hefur sýnt víða á
Íslandi og erlendis.
Guðrún býr og starfar í Reykjavík.