Hildur Ása Henrýsdóttir

Hildur Ása Henrýsdóttir fæddist í Reykjavík 1987 og sleit barnsskónum á Þórshöfn á Langanesi. Hún lauk BA námi í Nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri 2012 og útskrifaðist frá Myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. Hún býr og starfar í Reykjavík.  
 
Hildur vinnur olíumálverk á striga, teikningar, skúlptúra, gjörninga og ljósmyndir. Verk hennar fjalla um tilfinningalíf og tilvistarleg átök í innra lífi einstaklinga. Hún veltir einnig fyrir sér með hvaða hætti hinn ytri veruleiki mótar einstaklinga og hefur áhrif á upplifanir þeirra.  
 
Í sjálfsmyndum sínum vegur hún salt á milli sjálfsskoðunar og sjálfsgagnrýni, gjarnan á melankólískan en jafnvel húmorískan hátt. Hún birtir sjálfa sig á óvæginn, berskjaldaðan, og einlægan hátt.