Hrund Jóhannesdóttir

Hrund útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2002 og vinnur með ýmsa miðla s.s. tré, gjörninga og myndbönd. Árið 2008 lauk hún námi í kennaradeild við sama skóla. Hrund hefur stundað kennslu samhliða myndlistinni og tekið þátt í mörgum samsýningum og uppákomum ýmiskonar.