Lóa Guðjónsdóttir

Lóa Guðjónsdóttir hefur stundað nám í Myndlistaskólinn í Reykjavík frá 1992. Hún lauk tveggja ára bókavarðanámi í bréfaskóla árið 1998 og stundaði söngnám í nokkur ár. Starfsvettvangur Lóu hefur verið fjölbreyttur. Hún vann við verslunarstörf í mörg ár þar sem hún m.a. tók til hendinni við útstillingar, við tónlistardeild Ríkisútvarpssins 1979-1985 og í Borgarbókasafni Reykjavíkur vann hún með hléum í 20 ár. Söngur og tónlist hafa átt hug Lóu og hefur hún verið í kórum í gegn um tíðina. Lóa kenndi fólki með þroskahömlun myndlist í mörg ár og skipulagði sýningar á verkum þeirra. Þær sýningar voru undanfari sýninganna List án landamæra sem flestir þekkja til. Einkasýningar Lóu eru sex talsins og auk þeirra hefur hún tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.
Lóa er félagsmaður í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Saatchi online og Nordisk Akvarell.

Listaverk í Artóteki