Sigurrós er fædd á Ólafsfirði. Hún stundaði nám í málunardeild Myndlistaskóla Akureyrar á árunum 1993-1997 og hefur haldið 30 einkasýningar og tekið þátt í 4 samsýningum. Sigurrós vinnur með olíu á striga og olíupastel. Einnig vinnur hún með línur og form úr landslagi og bætir fígúrum inn þar á milli. Hún er félagi í S.Í.M. og F.Í.M.