Soffía Sæmundsdóttir

Soffía Sæmundsdóttir(1965) hefur verið virk í íslensku myndlistarlífi undanfarinn áratug. Hún stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-1991 og lauk Mastersgráðu í málun frá Mills College í Oakland, Kaliforníu 2001-2003. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd víða m.a. í Evrópu og Norður-Ameríku. Soffía hefur þegið vinnustofudvöl í Leighton Studio´s í Banff Centre í Kanada og á Skriðuklaustri í Gunnarsstofu. Henni hafa hlotnast margvíslega viðurkennningar fyrir list sína, m.a. ferða- og dvalarsjóð Muggs, Jay De Fao verðlaunin(2003)og Joan Mitchell Painting and sculpture award(2004) kennd við samnefndar stofnanir. Hún var verðlaunahafi í Winsor og Newton alþjóðlegri málverkasamkeppni 2000. Verk hennar eru í eigu fjölmargra opinberra aðila og stofnana. Hún er félagi í SÍM og félaginu Íslensk grafík, en þar er hún í stjórn og sýningarnefnd. Soffía býr á Álftanesi en er með vinnustofu að Fornubúðum 8, Hafnarfirði.