Steinunn Marteinsdóttir

Steinunn Marteinsdóttir lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1956-1957 og í Hochshuel für Bildende Künste í Berlín 1957-1960. Hún vann hjá Glit h/f kermaikverkstæði Ragnars Kjartanssonar eftir að námi lauk en stofnaði svo árið 1962 eigið keramikverkstæði. Árið 1969 flutti Steinunn að Hulduhólum í Mofellsbæ og hefur búið þar og starfað síðan. 
Steinunn hefur unnið leirverk og málaverk, rekið keramikskóla og haldið fjölda sýninga á Hulduhólum, bæði einkasýningar og með öðrum listamönnum. Hún var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2003 og kosin heiðursfélagi Leirlistafélags Íslands árið 2006. Hún hefur hlotið starfslaun listamanna og dvalið í gestavinnustofum í Frakklandi og Finnlandi. Listasafn Borgarness, Listasafn Ísafjarðar, Listasafn Háskóla Íslands, Listasafn Kópavogs, Listasafn Mosfellsbæjar og Listasafn Reykjavnesbæjar auk ýmissa fyrirtækja og stofnanna eiga verk eftir Steinunni. 
Steinunn er félagsmaður í Leirlistafélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.