Unnur Óttarsdóttir

Unnur Guðrún Óttarsdóttir (1962) lauk BA myndlistarnámi frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2006. Unnur hefur einnig lokið meistara námi í listmeðferð frá Pratt Institute í New York og doktorsnámi frá University of Hertfordshire í Englandi. Unnur lauk einnig B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1986. 
Unnur starfar nú við hvorttveggja myndlist og listmeðferð. Hefur hún haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga þar sem sýnd hafa verið margvísleg verk s.s. bókverk, ljósmyndir, málverk, vídeoverk. Einnig hefur hún tekið þátt í ýmiskonar gjörningum og er hún höfundur og sýningarstjóri Gangandi myndlistarsýningar.  Árið 2009-2010 hlaut Unnur styrk frá Eyþingi vegna samstarfsverkefnis. Unnur er félagsmaður í Sambandi íslenskra myndlistarmann.