Unnur S. Gröndal

Unnur lærði leirlist við Designskolen Kolding í Danmörku og lauk MA prófi þar 2007. Áður hafði hún stundað nám við fornámsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. 
Unnur hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum með Leirlistafélagi Ísland og á HönnunarMars. Hún starfaði í stjórn Leirlistafélagsins 2012-2014 og stýrði viðburðum fyrir hönd félagsins á Hönnunarmars.
Unnur vinnur nánast eingöngu í leir, bæði skúlptúra, nytjahluti og gjörninga.