Skip to main content
 

Anna Guðrún Torfadóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi úr grafíkdeild 1987. Á Akureyri setti hún upp eigið grafíkverkstæði.

Anna hefur tekið þátt í fjölda myndlistasýninga hér á landi og erlendis og hefur sótt ýmis námskeið tengd myndlist. Hún hefur verið gestalistamaður í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Wales, Ítalíu og Ameríku. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Íslenskri grafík, Fyns Grafiske Værksted, Danmörku og Rodd Printmakers í Wales, UK.

Vinnusviðið er ljósmynda- og málmgrafík, dúk- og tréristur, vantslitamálun, ljósmyndun og myndskreytingar í bækur, auk silfursmíði skartgripa. Anna er með vinnustofu í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit.

 

Listaverk í Artóteki