Listaverk til leigu eða eignar
Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi Íslenskra Myndlistamanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna notendum Borgarbókasafns og öðrum íslenska samtímalist og gefa þeim kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.
Frettir
Lítil skref í átt að stóru listaverkasafni
Heiða Rúnarsdóttir hefur safnað listaverkum með hjálp Artóteksins í fjórtán ár. Fyrsta verkið sem Heiða eignaðist í gegnum Artótekið var reyndar fyrsta málverkið sem þau hjónin keyptu. Það verk heitir Slökun og er eftir myndlistarkonuna Ninný. „Við keyptum myndina í tilefni af fertugsafmælinu… Nánar
Húmanísk heildarmynd
Listamaðurinn: Dagmar Agnarsdóttir
Hver er listamaðurinn Dagmar Agnarsdóttir?
Ég er málari, móðir og amma sem hefur alla tíð leitast við að muna og skrá – í myndum og/eða máli – það sem hrífur mig í veröldinni. Vandinn er kannski sá að svo margt hrífur mig að mér mun ekki… Nánar