Skip to main content

Ásgerður Arnardóttir (1994) lauk BA námi í myndlist úr Listaháskóla Íslands vorið 2018.
Hún vinnur aðallega að innsetningum, teikningum, málverkum og stafrænum verkum.

Listsköpun hennar inniheldur oft á tíðum margar tilraunir og rannsóknir, sem beinast að alls kyns efniskenndum, áferðum, litum og myndbyggingu með því markmiði að skapa nýja tilfininngu eða einskonar upplifun. Viðkvæm og mótanleg efni koma oft fyrir í verkum hennar og spilar hún gjarnan með næmni og spennu. Ásgerður vinnur sjaldan með fullmótaða fyrirframgefna hugmynd, hún leyfir sér  heldur að flæða áfram í átt að óvissunni. Hún einblínir á það sem er að gerast hér og nú og leggur áherslu á þróunarferlið í listsköpun sinni. 

Listaverk í Artóteki