Skip to main content

Daði Guðbjörnsson listamálari f. 12. maí 1954 í Reykjavík.

Menntun: Myndlistaskólinn í Reykjavík 1969-1976, Myndlista- og handiðaskóli Íslands 1976-1980, Rijksakademi van Beldende Kunsten í Amsterdam 1983-1984. Sveinspróf í húsgagnasmíði 1976.

Starfsferill. Eftir farsælan starfsferill til sjós og lands mest við húsabyggingar hef ég eftir 1983 nær eingöngu fengist við að mála málverk og þrykkja grafík myndir.  Var í hlutastarfi sem leiðbeinandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 til 1989 og við Myndlistaskólann í Reykjavík 1988 til 1997. Hef tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar, oftast á Íslandi en einnig erlendis.  Sýning með stórri sýningarskrá að Kjarvalsstöðum árið 1993. Einnig unnið bókverk og bókaskreytingar. Á verk í helstu listasöfnum á Íslandi. Var þátttakandi í sýningum gullpenslana frá 1999 og Akvarell Ísland 2000. Leikmynd fyrir Íslensku Óperuna 2002. Önnur störf: Formaður Félags íslenskra myndlistamanna 1986 til 1990. Safnráði Listasafns Íslands 1987 til 1989.  Hef unnið með menningarmálefni Sjálfstæðisflokksins og verið meðlimur í Rótaryklúbb Reykjavík miðborg síðan 1993. Viðurkenningar: Listamannalaun 1991. Einnig starfslaun frá Íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Verðlaun í samkeppni um mataruppskriftir hjá Vöku Helgafelli 1997.

 

Listaverk í Artóteki