Skip to main content

Kristján Jón Guðnason er fæddur í Reykjavík þann 6. mars 1943 og stundaði nám við Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1961-1964 og einnig við Statens handverks og kunstindustriskoli í Osló 1965-1967. Hann hefur sýnt á samsýningum víða og fyrst á Ungdomsbienalnum í Osló 1970. Síðan á Haustsýningum Félags íslenskra myndlistarmanna 1973, 1974 og 1975. Einnig á Nordisk akvarell í Stokkhólmi 1998 og Helsinki árið 2001; og í Agora gallery í New York 2001. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Gerðubergi haustið 2012 og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu. Kristján hefur verið leitandi maður alla sína starfsævi sem myndlistarmaður.

Þessi akrýl málverk eru nokkurs konar lífsgleðimyndir úr fjölmenningarþjóðfélagi nútímans. Gerðar undir áhrifum alþýðulistar sem er sú list sem Kristján samsamar sig mest við. Þetta er list um gleðina yfir fallegri tónlist og virðinguna fyrir lífinu, tónlistinni, dansinum og lífsfjörinu.

Listaverk í Artóteki