Skip to main content

Hver er listamaðurinn?

Ég heiti Hulda Vilhjálmsdóttir og er fædd 6. júní  1971 í Reykjavík . Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2000 úr málaradeild.

Ég hef starfað sem myndlistakona síðan ég útskrifaðist, rekið vinnustofur og haldið sýningar.

Ég hef sýnt hér í Reykjavik, úti á landi og erlendis.  Einstaklingar, fyrirtæki og  listasöfn hafa keypt málverkin mín auk þess sem fjöldi verka hefur selst erlendis. Málverk mín hafa verið birt í bókum um íslenska myndlist. Heilt yfir hefur mér gengið vel að starfa sem myndlistamaður. 

Stutt kynning á þér sem listamanni og því sem framundan er hjá þér í listaheiminum (sýningarhald, vinnustofur, samvinnuverkefni?)

Ég rek litla vinnustofu í 101 Reykjavik.

Ég er núna með litla sölusýningu á veitingastað að Grandagörðum 23 sem heitir Coocoos Nest. Ég er þessa dagana og fram að sumri að vinna að sýningu sem verður i Marshall húsinu í Kling og Bang. Það verður stór sýning og ætla ég að mála fyrir hana stór málverk. Einnig er ég að vinna að bók með mínum málverkum og ljóðum, sem kemur út í vor.

 

Hvert sækir þú innblástur í verk þín?

Ég reyni að fara vel með mig og stunda yoga. Innblástur  fæ ég mest í hugleiðslu og með því að róa hugann. Finnst mér það mikilvægt sem kona, móðir og myndlistakona. Staðan mín sem kona hefur áhrif á verkin mín. Náttúran og villt landslag hefur einnig áhrif á verkin mín ásamt frelsinu sem fylgir því að mála á striga. Verkin min eru oft með manneskjum eða  verum og ég  túlka gjarnan íslenskt landslag. Land mitt og þjóð hafa áhrif á mig. Reyni ég að túlka ægifegurð Íslands. Ég sem kona, túlka tilfinningar mínar. Málverkin mín eru tilfinningarík og kvenleg. Eða eins og góður vinur minn sagði um túlkun mína, að ég sé einlæg (naive) en á akademískan hátt.  Ég vil gera málverkin mín vel. En ekki of stíf. Heldur finna fyrir barnslegri gleði i verkunum.

 

Hvaða verkfæri eða áhald til listsköpunar er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Ég nota mest pensilinn!! Allar tegundir af penslum. En aðallega nota ég japanskan pensil. Helst stóran, þar sem ég get málað með mikilli málningu. Þannig að pensillinn sé þakinn fallegum lit.

 

Hvernig myndir þú lýsa dæmigerðum degi hjá þér á vinnustofunni?

Já. Ég er þakklát fyrir að hafa vinnustofu og geta starfað sem myndlistakona. En það er vinna. Helst þarf ég að mæta  á hverjum degi, helst fjóra tíma á dag. Ég þarf líka að fá innblástur í vinnu minni og fer ég því í yoga í hádeginu og fer einnig í létta göngutúra um 101 Reykjavík. Ég vinn líka heima. Hef aðstöðu þar þegar ég kemst ekki  á vinnustofuna. Oft þegar andinn kemur yfir mig vil ég helst geta málað strax. En oft er gott að vinna skissur og teikningar að hugmyndavinnu. Eða skrifa hugmyndina á blað. Þá finnst mér gott að fara á bókasafnið og hugleiða þar