Skip to main content

Gunnar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi árið 1974 og við myndlistarsvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti árin 1983-1986. Hann lauk prófi úr grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1990.

Gunnar hefur mestmegnis unnið við skrifstofustörf og grafíska hönnun síðan en ávallt sinnt listmálun samhliða.

Hann nam myndlist við Myndlistarskóla Reykjavíkur 2008-2012 en þar lagði hann stund á abstrakt, portrett og náttúru málun. 

Gunnar hefur haldið fjórar einkasýningar. Í Tilverunni Hafnarfirði árið 1994, Lóuhreiðrinu í Kjörgarði árið 2000, Grensáskirkju 2010 og í Eiðisskeri á Seltjarnarnes 2012. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. 

Um verk Gunnars hefur verið sagt að í Gunnari búi naturalisti ,,Verkin mín eru stundum á huglægum nótum og stundum á nótum realistísks raunsæis í þeim blandast saman náttúruvitund og óhlutbundinn veruleiki. Oft er ég skoða náttúru landsins eða sé eitthvað áhugavert velti ég fyrir mér tilgangi lífsins, hvernig ég geti tjáð það sem ég upplifi og oft er ævintýrið ekki langt undan. Þetta kemur svo fram í listsköpun minni. Ég elska liti en vil reyna að halda aga á litapallettunni.“

 

Listaverk í Artóteki