María útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2005 (BA) og Glasgow School of Art árið 2007 (MFA). Hún hefur síðan sýnt ljósmyndir sínar og stuttmyndir í tugum samsýninga, einkasýninga og listviðburða víðsvegar um heiminn, en helst má nefna sýningarstaðina Arken Museum of modern Art - Kaupmannahöfn, Museum de Nervi-Genoa - Italíu, Arsenal Gallery - Pólandi, Ljungbergmuseum - Svíþjóð og 2nd Roma pavilion á Feneyjartvíæringnum 2011.
Ásamt því að starfa sem sjálfstæð listakona í Reykjavík, París og London, er María ein af stofnendum og listrænum stjórnendum fjöllistahópsins Vinnslan www.vinnslan.com þar sem hún hefur undanfarin ár unnid að tilraunakenndum sviðslistarverkum í formi ljósmynda, videó og hljóð-innsetninga. María hlaut nýverið fyrstu verðlaun fyrir ljósmynda seríur sínar á Signature Art verðlaunahátíðinni og Magnum Photos – Ideas Tap samkeppninni í London. Verk Maríu eru kynnt hjá DegreeArt gallery í London og Labworlds fine art í París.
Nýtt samstarf
Myndlistarkonurnar María Kjartans og Harpa Rún Ólafsdóttir útskrifuðust af myndlistarbraut LHÍ árið 2005. Þær eiga hvor um sig langan feril að baki í myndlistinni bæði hérlendis og erlendis en vinna nú saman í fyrsta sinn. Þær hófu samstarf í blönduðum miðli árið 2016 þar sem María fangar orku náttúrunnar í ljósmyndinni og Harpa Rún dregur hana svo fram myndrænt í teikningum sínum.
Sameiginlegur flötur listakvennanna liggur í leit þeirra að fanga hið óþekkta á mörkum raunveruleikans og endurskapa á tvívíðum fleti. Tilgangur samstarfsins er að draga myndrænt fram þá orku sem leynist í nátturunni og beina í leiðinni athyglinni að hinu viðkvæma og oft óþekkta sem leynist allt í kring um okkur. Verkefnið ber heitið Ótal andlit Iðunnar sem lýsir þeim öflum sem þær leitast við að beisla á myndfletinum. Með því að sjóða saman draumkenndar ljósmyndir Maríu af fólki og náttúru og súrrealískar teikningar Hörpu Rúnar tekst þeim að skapa áður óþekkta veröld innan þeirrar veraldar sem blasir við okkur í hversdagsleikanum. Verkin kallast skemmtilega á við þjóðsögur og ævintýri og hvetja áhorfandann til að upplifa umhverfi sitt á nýjan hátt.
Listaverk í Artóteki
- Verð: 85.000Leiga: 3.000
- 30,5 x 42 cmVerð: 39.000Leiga: 2.000
- 70 x 100 cm.Verð: 95.000Leiga: 3.000
- 50 x 70 cm.Verð: 35.000Leiga: 2.000