Hlynur Helgason (fæddur 1961) starfar sem myndlistarmaður og listfræðingur í Reykjavík. Hann lauk brottfararprófi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1986, MFA prófi frá Goldsmiths' College, Lundúnaháskóla árið 1995 og doktorsprófi í listheimspeki frá European Graduate School árið 2011. Hann er starfandi myndlistarmaður í Reykjavik og starfar auk þess sem dósent í listfræði við Háskóla Íslands. Hlynur er einnig sem stendur varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Listferill Hlyns er fjölbreyttur og hefur hann löngum unnið í fjölbreytta miðla, málverk, ljósmyndun og vídeólist. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga verk eftir hann. Hann er með vinnustofu á Hólmaslóð 4 í Reykjavík. Þeim sem hafa áhuga á list hans er boðið að líta þar við hvenær sem er og skoða verkin. Auk þess má fá gott yfirlit yfir verkin á vefsíðu hans: Https://tacticalart.net.
Listaverk í Artóteki
- 50 x 50 cmVerð: 200.000Leiga: 6.000
- 80 x 80 cmVerð: 400.000Leiga: 12.000
- 60 x 60 cmVerð: 260.000Leiga: 8.000
- 30 x 30 cmVerð: 86.000Leiga: 3.000
- 48 x 30 cmVerð: 70.000Leiga: 2.000