Skip to main content

Dominique Ambroise Ibsen er fædd í Frakklandi og er íslenskur ríkisborgari. Hún lauk kennaraprófi í Kanada og mastersgráðu í myndlist (MFA) frá York University í Toronto árið 1984. Hún hefur gengt ýmsum störfum tengdum listum, þ.á.m. rekstri á nýlistasafni, myndlistarkennslu á framhalds- og háskólastigi og í fræðsludeild Listasafns Ontario (AGO). Hún hefur haldið fjölda einkasýninga, bæði á Íslandi og erlendis, og tekið þátt í mörgum hópsýningum. Verk hennar eru í einkasöfnum í Evrópu og Norður Ameríku. Í lok níunda áratugarins hvarf hún alfarið frá innsetningum og snéri sér að málverkinu, en hélt áfram að vinna með tengsl okkar við skóginn.

Listakonan segir : „Skógur er efnisgerð loftslags, hann gefur okkur fyrirmyndir af formgerðum sem við nemum í æsku og gegna mikilvægu viðmiðunarhlutverki hjá okkur á fullorðinsárum.“ Dominique vinnur út frá sjónrænum og hljóðrænum gögnum sem hún aflar á staðnum og dregur fram þann mun á uppbyggingu, birtu og andrúmi sem einkennir skóga í mismunandi löndum.

Verkin eru sýnd í endursköpuðu hljóðumhverfi viðfangsefni þeirra.

 

 

Listaverk í Artóteki