Patryk er pólskur listamaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands í Reykjavík árið 2022. Árið 2021 stundaði hann nám í Konungslistaháskólann í Stokkhólmi, Svíþjóð, og útskrifaðist frá málara- og nýmiðlunardeild við Listaháskólann í Szczecin árið 2019. Auk þess, stundaði hann nám við Muthesiuskunsthochschule í Kiel í Þýskalandi í eina önn. Patryk er meðlimur í SÍM.
Hann er hugmyndamálari og höfundur rýmisverka, myndbanda og listarannsókna. Í list sinni fæst hann við ótta og kvíða. Verk hans snúast um viðfangsefni tengd neyslusamfélagi og hlutverki listamannsins sjálfs. Í svipmiklum listaverkum Patryks sameinast samfélags- og listgagnrýni innan tilvistarvíddar án tabús.
Verkin sem sýnd eru hér, eru brot úr rannsóknum á ótta og kvíða í listaverkum annarra listamanna í gegnum tíðina. Listamaðurinn sjálfur gerði persónulegar klippimyndir úr þessum brotum án þess að festa þau.
Listaverk í Artóteki
- 42 x 29 cmVerð: 25.000Leiga: 2.000
- 42 x 29 cmVerð: 25.000Leiga: 2.000
- 42 x 29 cmVerð: 25.000Leiga: 2.000
- 42 x 29 cmVerð: 25.000Leiga: 2.000