Ég heiti Elín Magnúsdóttir, listamannsnafnið mitt er Ella Magg, ég er fædd í Reykjavík árið 1956.
Ég fór hefðbundna leið í skólagöngu minni fram til tvítugs, lauk stúdentsprófi frá MR í Reykjavík 1976. Síðan vann ég fyrir mér sem kokkur til sjós á vertíðum í nokkur ár og naut lífsins þess á milli.
Ég hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík, síðan fór ég til Enschede í Hollandi í listaakademíuna AKI 1979-80.
Á þessum árum þótti ekki fínt að mála og hugur minn beindist því inn á brautir nýlistar. Ég stundaði gerninga um nokkurt skeið og notaði sjálfa mig sem miðil til þess að útfæra hugmyndir mínar. Um tíma vann ég með götuleikhúsinu Svart og sykurlaust. Augu mín beindust æ meir að mannfólkinu og því sem það tók sér fyrir hendur. Drottning næturinnar, ,,femme fatale", var mér mjög hugleikið yrkisefni, einnig þeir sem á einhvern hátt stóðu upp úr fyrir sérvisku og spjátrungshátt. En þegar fram liðu stundir urðu húmor og draumsýni ríkjandi viðfangsefni hjá mér í listinni. Árið 1984 fór ég aftur til Hollands, nú til Amsterdam í Gerit Rietveldt Akademíuna, Ég ætlaði að læra fatahönnun en lagði stund á leikbúningagerð og sviðsetningu í leiklistardeildinni. Ég útskrifaðist þaðan með Diplom 1987 og hef síðan unnið sem listmálari. Ég hef aðallega unnið með olíuliti, akrýl og vatnsliti.
Í september 1994 flutti ég til Austurríkis og hef starfað sem málari allar götur síðan með smá hléum. Meginviðfangsefni mitt er hið ljúfa líf eftir miðnætti, fantasíulandslag og litbrigði þess sem gengur eins og rauður þráður í gegnum feril minn til þessa.
Listaverk í Artóteki
- Verð: 75.000Leiga: 3.000
- Verð: 75.000Leiga: 3.000
- Verð: 75.000Leiga: 3.000
- Verð: 75.000Leiga: 3.000