Gunnhildur Þórðardóttir er fædd árið 1979 og ólst upp í Keflavík. Hún fluttist til Cambridge eftir að útskrifast af náttúru- og félagsfræðibraut ásamt uppeldisbraut frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1999. Í Englandi lagði Gunnhildur stund á kvennabókmenntir í Newnham College. Ári síðar fór hún í Listaháskólann í Cambridge (Cambridge School of Art, Anglia Ruskin University). Hún útskrifaðist þaðan árið 2003 með BA(Honours) Art & Art History og lauk MA Arts Management árið 2006 frá sama háskóla. Með námi vann Gunnhildur á krám, kaffihúsum auk sjálfboðavinnu við uppsetningar á sýningum í galleríum og hjá Arts Picturehouse. Eftir nám flutti hún ásamt manni sínum Douglas Arthur Place heim til Íslands. Hún hefur unnið sem sérfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar og hjá Hafnarborg sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi. Gunnhildur er sjálfstætt starfandi listamaður í dag og vinnur sem verkefnastjóri hjá Samband íslenskra myndlistarmanna auk þess að eiga fjögur börn með manninum sínum.