Skip to main content

María Manda Ívarsdóttir (Mandý) er lærður fata- og búningahönnuður frá FIDM í Bandaríkjunum en starfað lengst af sem umbúðahönnuður. Listin hefur alltaf verið henni hugleikin og frá unga aldri sótt nám í ólíkum listgreinum, teikningu, vatnslitum, olíu og leir hjá ýmsum listamönnum og skólum. Meðal annars Myndlistaskóla Kópavogs, Myndlistaskóla Reykjavíkur og LHÍ. Hún hefur einnig sótt sér þekkingu í tengdum listgreinum eins og Creating and Curating Exhibition (Sýningagerð og sýningastjórnun) og Námsefnisgerð listgreinakennara. Mandý er stöðugt að sækja sér menntun í list sinni og þróa stíl sinn og verklag. Það er stutt í húmorinn í verkum hennar sem eru flest fígúrutíf en með alvarlegum undirtón. Hún sækir innblástur úr daglegu lífi, umhverfi og landslagi. Mandý hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði í hönnun og listum og fengið viðurkenningar fyrir verk sín. Hún er félagi í SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna), meðlimur í gallerí ART67 við Laugaveg í Reykjavík og er með vinnustofu að Korpúlfsstöðum. Verkin hennar eru í einkaeigu hér heima og erlendis.

 

Listaverk í Artóteki