Jóhanna Sveinsdóttir er myndlistarkona sem útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 og fór þá til New York og stundaði nám í The art studends League of New York. Hún býr í Reykjavík en er uppalin í Borgarfirði og sækir gjarnan innblástur til æskuslóða og teflir oft saman hinu viðkvæma og smáa gegn stærri öflum, náttúrulegum eða manngerðum sem oft geta tortímt og eyðilagt. Hún setur hið náttúrulega og smáa á stall og gefur því það vægi sem því ber miðað við mikilvægi þess í stóra samhenginu. Einnig eru dulúðin og sú saga sem leynist undir yfirborði jarðar henni hugleikin. Hún tínir jurtir og hluti upp af jörðinni og gefur þeim nýtt líf í verkum sínum.
Hún vinnur verk sín með ýmsum þrykkaðferðum og síðustu verk eru í grunninn einþrykk af gelplötum, tréplötum eða silikon plötum sem síðan er unnið ofan í með ýmsum efnum.
Jóhanna rak um árabil gallerí með fleiri listakonum og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig unnið við kennslu og haldið námskeið í gelþrykki.
Hún er með vinnustofu að Héðinsgötu 1 í Reykjavík.
Listaverk í Artóteki
- 47,5 x 48,5 cm (með ramma)Verð: 108.000Leiga: 3.000
- 45,5 x 53,5 cm (með ramma)Verð: 144.000Leiga: 4.000
- 45,5 x 53,5 cm (með ramma)Verð: 144.000Leiga: 4.000
- 30,5 x 75,5 cm (með ramma)Verð: 90.000Leiga: 3.000
- 59 x 67 cm (með ramma)Verð: 188.000Leiga: 6.000
- 47,5 x 48,5 cm (með ramma)Verð: 108.000Leiga: 3.000
- 47,5 x 48,5 cm (með ramma)Verð: 108.000Leiga: 3.000