Jónína Björg Helgadóttir er myndlistarmaður sem býr og starfar á Akureyri. Verk hennar eru fígúratív verk sem fjalla um konuna og hennar tilfinningar, undirmeðvitund og tengsl við náttúruna. Jónína vinnur mest með olíu í málverkinu en gerir einnig mikið grafíkverk. Verkin eru oft einræn, hugsandi, litrík eða með skörp skil á milli ljóss og skugga.
Jónína Björg útskrifaðist af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2015. Síðan þá hefur hún starfað við eigin listsköpun. Hún er ein stofnmeðlima listarýmisins Kaktus á Akureyri og var verkefnastjóri listaverkefnisins RÓT í Listagilinu á Akureyri. Hún hefur haldið sjö einkasýningar, bæði á Íslandi og í Kanada og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Hún vinnur að verkum sínum í elsta húsi á Akureyri, Laxdalshúsi.
Listaverk í Artóteki
- 40 x 50 cm (í ramma)Verð: 60.000Leiga: 2.000
- 21 x 30 cm (í ramma)Verð: 30.000Leiga: 2.000
- 40 x 50 cm (í ramma)Verð: 60.000Leiga: 2.000