Jón Thor fór 1989 í framhaldsnám til Stuttgarts, þar sem hann stundaði nám hjá prófessor Erich Mansen við „Staatliche Akademi der Bildenden Künste“. Eftir að hann lauk þar námi 1994, ílengdist hann í Þýskalandi. Frá því 1997 býr og starfar hann að list sinni í Düsseldorf. Verk listamannsins hafa verið sýnd um víða veröld en þó aðallega - fyrir utan Ísland - í Þýskalandi, Hollandi, Sviss og Austurríki.
Í íslenska bókmenntageiranum eru margir sem þekkja Jón Thor fyrir samstarf hans við Wolfgang Schiffer sem er mörgum kunnur fyrir störf sín í þágu íslenskrar menningar og þá aðallega bókmennta, en sameiginlega hafa þeir til lengri tíma þýtt verk fjölda íslenskra ljóðskálda yfir á þýska tungu og þá aðalega fyrir bókaforlagið ELIF í Þýskalandi. Má þar nefna bækur eftir Lindu Viljjálmsdóttur, Ragnar Helga Ólafsson og Ástu Fanney Sigurðardóttur. Auk þessa hafa þýðingar þeirra félaga birst í ýmsum bókmenntatímaritum, þ.á.m. í onlinetímaritinu Signaturen, en þar hafa birst ljóð eftir mörg íslensk ljóðskáld.
Viðfangsefni Jóns Thors er manneskjan sem sjálfsvera og sú firring sem lengi hefur átt sér stað gagnvart henni sem slíkri. Raunvísindin rannsaka veröldina hlutlægt, án þess að taka sérstaklega tillit til skynrænnar upplifunar manneskjunnar á tilverunni. Þetta þýðir að svo til öll persónubundin reynsla okkar af veröldinni verður óhjákvæmilega að skilgreina sem blekkingu eða tálsýn. Til að hér verði breyting á gæti ekki síst myndlistin lagt sitt af mörkum.
Listaverk í Artóteki
- 40 x 30 cm (með ramma)Verð: 45.000Leiga: 2.000
- 100 x 80 cm.Verð: 350.000Leiga: 10.000