Skip to main content

Ólöf Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með málun sem aðalgrein og vorið 2007 lauk hún kennaranámi frá sama skóla. Einnig lærði hún myndlist við háskólann í Granada á Spáni og dvaldi á textílverkstæði Ami Ann og lærði hjá meistara An Ho Bum í Seoul í Kóreu 1994-1995.
Ólöf Björg hefur verið virk í myndlistinni frá útskrift, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og uppákomum ýmiskonar m.a. Sequenses árið 2007 og afmælissýningu Hafnarfjarðar í Hafnarborg árið 2008
 

Listaverk í Artóteki