Elín G. Jóhannsdóttir

Elín G. er íslenskur myndlistarmaður fædd í Reykjavik. Hún býr í Hafnarfirði og er þar með vinnustofu. Hún er meðlimur í SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Elín G. útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996, Kennaraháskóla Íslands, listasviði 1979, 1992 og framhaldsmenntun 2008 og 1981 í Osló í Noregi. Elín G. Hefur haldið margar einkasýningar hér heima og erlendis, hún ferðast mikið og rannsakar náttúruna, vinnur síðan úr þekkingu sinni á vinnustofunni.
 

Um málverk sín sem eru í Artótekinu núna segir Elín: ,,Þetta eru myndir frá sýningunni Pixlum þar sem  hver pensilstroka er sjálfstæð með mikla þýðingu fyrir heildina. Þegar gengið er í ákveðna fjarlægð sést ein heild. Það má bera þetta saman við pixla í ljósmynd. Þegar þú ferð nálægt eða inní myndina sérðu pixla hennar, hreina fleti, og í nálægð verður myndin afstrakt, eins og lífið sjálft. Skírskotun til þess að við þurfum að sjá heildarmyndina, öll litbrigði lífsins. Sýningin Pixlar fjallaði um þetta efni ásamt því að sýna glettni, gleði."
 

Listaverk í Artóteki