Hildur Margrétardóttir

Hildur útrskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handiðaskóla Íslands árið 1999.  Var eina önn sem skiptinemi við the Utrecht School of Arts i Hollandi veturinn 1998. Hún rak vinnustofu frá 1999 til 2003 að Álafossi í Mosfellsbæ. Hún stundaði mastersnám í the Slade School of Arts 2003-2005 og um þessar mundir er hún í kennsluréttindanámi við Listaháskóla Íslands.
Hildur hélt sýningu á verkum sínum í Artótekinu veturinn 2010-11 og var sú sýning fimmtánda einkasýning Hildar. Samsýningar sem hún hefur tekið þátt í eru mun fleiri, bæði á Íslandi og erlendis. Einnig hefur hún unnið við sjónvarp, heimildarmyndir og kennslu. Hildur hefur haldið fyrirlestra, verið sýningarstjóri, dvalið í gestavinnustofum og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir myndlist. Hildur er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

 

Listaverk í Artóteki