Skip to main content

Meðlimur í “Sambandi Íslenskra Myndlistamanna”(SÍM). Stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og hef jafnframt sótt ýmiss myndlistanámskeið í gegnum árin ásamt grafískri hönnun hjá NTV.

Á að baki nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis ásamt því að hafa tekið þátt í Torg Listamessu, samsýningu.

Þegar ég var ung við nám heillaðist ég mjög af Kristjáni Davíðssyni abstract  listmálara, og varð hann mér innblástur til minna verka. Á yngri árum gafst mér ekki færi á að sinna listsköpun af þeim krafti sem ég hefði kosið, og í raun aðeins nokkur ár síðan ég gat hellt mér að fullu í málverkið og er listsköpun mín aðalvinna í dag.

Ég leitast stöðugt við að þróa áfram sköpun mína og tækni og sæki mér víða innblástur í dag. Flæðið í sköpun minni er lykilatriði, ég leik mér með litina með engar fyrirfram hugmyndir, sný striganum stöðugt og læt verkið skapa sig sjálft. Í lokin kemur verkið sjálfri mér á óvart sem er mjög skemmtilegt.

Vil ég gjarnan að persónuleg upplifun áhorfandans og hugmyndaflæði fái að njóta sín og kýs ég því oftast að hafa verkin mín nafnlaus, þar sem nafngift setur ákveðnar skorður.

Vinnustofa á heimili mínu: Rituhólum 5, 111 Reykjavík

email: aldis.ivars@gmail.com

Instagram: aldis.abstract

 

 

Listaverk í Artóteki