Anna stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78 og 1979 í Ecole nationale supérieure des beaux-arts í Paris, Frakklandi. Lærði grafíska hönnun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1981-83 og nam kennslufræði í Listaháskóla Íslands 2004-06.
Á þrjátíu og fimm ára ferli hennar sem listmálari hefur viðfangsefnið löngum verið konan og hlutverk hennar í samfélaginu. Hún hefur skoðað þetta viðfang aftur og aftur og stöðugt séð ný blæbrigði sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina. Í myndröðinni Guð er kona (1996 og 98) setti hún konur í karlhlutverk Biblíunnar, gerði myndræna dagbók, Andlit daganna á dagatali (2002) í formi 365 mistróra málverka af konu andlitum. Í verkinu Sólarhringur (samsýningin 24H, Savonlinna, Finnland 2005) voru 24 tímar sólarhringsins í formi ásjóna 24 kvenna. Hún hefur gert myndröð um konuna sem skálarform áfasta öðrum veraldlegum hlutum Sæborgir (2009) og hugsuð sem steingervingar nútímans fyrir fornleifafræðinga framtíðar að rýna í og Hamskipti var yfirskrift sýningar hennar í Listasal Mosfellsbæjar þar sem hún velti fyrir sér þörfinni fyrir að brjótast úr viðjum hlutverka skipuðum af umhverfinu og okkur sjálfum.
Anna hefur haldið 16 einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum.